Grænlenska nótaskipið Siku landaði í nótt 1200 tonnum af síld og er þetta þriðji farmurinn af norsk-íslensku síldinni sem landað er hjá Loðnuvinnslunni. Megnið af síldinni hefur farið í bræðslu en þó var flakaður og saltaður hluti af afla Hoffells.