16.07.2012
Hoffell er nú að landa um 335 tonnum af makríl og síld til vinnslu. Skipið fer aftur á sömu veiðar að löndun lokinni.
12.07.2012
Hoffell er nú að landa um 300 tonnum af makríl og síld til vinnslu. Skipið heldur aftur til veiða að löndun lokinni.
09.07.2012
Hoffell er nú að landa makríl og síld sem fékkst í Hornafjarðardýpi. Aflinn er um 260 tonn, mest makríll. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
06.07.2012
Hoffell landaði í dag 252 tonnum af makríl og síld til vinnslu. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, laugardag kl 15:00
03.07.2012
Hoffell landaði í gær 307 tonnum af makríl til vinnslu. Skipið hélt aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
02.07.2012
Ljósafell kom inn til löndunar í gær, sunnudag, með um 80 tonn af makríl til vinnslu. Með því hefur skipið lokið makrílveiðum og eru ekki önnur verkefi í augsýn fyrr er á nýju fiskveiðiári í haust.