Hoffell

Hoffell er nú að landa kolmunna. Aflinn er um 1.070 tonn og fékkst í færeysku lögsögunni. Með þessum farmi er kolmunninn nánast búinn og kemur skipið til með að liggja fram að næsta verkefni sem er makríll og síld.

Hoffell

Hoffell landaði í gær ( 21. apríl ) 1.264 tonnum af kolmunna sem veiddist í færeysku lögsögunni. Skipið hélt aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 76 tonnum. Uppistaðan er þorskur 41 tonn, ufsi 16 tonn og ýsa 13 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á föstudag, 26. apríl kl 17:00
Aðalfundur KFFB

Aðalfundur KFFB

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga var haldinn 19. apríl s.l. Hagnaður KFFB árið 2012 án áhrifa dótturfélagsins Loðnuvinnslunnar hf var kr. 44,7 millj., en hagnaður félagsins skv. samstæðureikningi félaganna var kr. 425,7 millj. Eigið fé KFFB skv....
Aðalfundur LVF

Aðalfundur LVF

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf var haldinn 19. apríl s.l. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2012 var 530 millj., samanborið við kr. 421 millj. árið 2011. Rekstrartekjur LVF að frádregnum eigin afla voru kr. 4.580 millj. og hækkuðu um 17% miðað við fyrra...

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær ( Sunnudag ) um 96 tonnum. Uppistaðan var þorskur, ufsi og karfi. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 17. apríl kl 13:00