Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf var haldinn 19. apríl s.l. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2012 var 530 millj., samanborið við kr. 421 millj. árið 2011. Rekstrartekjur LVF að frádregnum eigin afla voru kr. 4.580 millj. og hækkuðu um 17% miðað við fyrra ár. Eigið fé félagsins í árslok 2012 var kr. 2.498 millj. sem er 47% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eigið fé hækkaði um 23% frá fyrra ári. LVF fjárfesti á síðasta ári fyrir kr. 1.556 millj. Fjárfestingin er að stærstum hluta kaup á aflaheimildum og rafvæðing fiskimjölsverksmiðjunnar ásamt því að bæta lyktar- og útblástursmengun frá henni. Hlutafé LVF er kr. 700 millj. og voru hluthafar í lok ársins 178. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með um 83% eignarhlut. Samþykkt var að greiða 10% arð til hluthafa eða kr. 70 millj.

Á fundinum afhenti Dóra Gunnarsdóttir Gísla Jónatanssyni framkvæmdastjóra og k.h. Sigrúnu Guðlaugsdóttur sérstaka viðurkenningu frá henni og manni hennar Guðmundi Hallgrímssyni. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi störf í þágu byggðarlagsins.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Lars Gunnarsson, Elvar Óskarsson, Steinn B. Jónasson, Jónína G. Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir. Varamenn: Björn Þorsteinsson og Elinóra K. Guðjónsdóttir. Gísli J. Jónatansson lætur af störfum framkvæmdastjóra í haust, en við tekur Friðrik Mar Guðmundsson.

Mynd frá afhendingu viðurkenningar: F.v. Dóra Gunnarsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir og Gísli J. Jónatansson