31.05.2013
Í dag eru liðin 40 ár frá því að Ljósafell SU 70 lagðist fyrst að bryggju á Fáskrúðsfirði. Skipið var smíðað í Narazaki Shipbuilding LTD í Muraran í Japan og bar smíðanúmerið 809. Ljósafell var 9. skuttogarinn í röðinni sem smíðaður var fyrir Íslendinga á þessum tíma....
27.05.2013
Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan er þorskur 50 tonn og ufsi 42 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag kl 13:00
21.05.2013
Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 91 tonn af þorski. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, miðvikudag 22. maí kl 13:00
12.05.2013
Ljósafell er komið í land með fullfermi, 100 tonn. Aflinn samanstendur af þorski, 50 tonn, ýsu, 30 tonn og ufsa, 20 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á föstudag 17. maí kl 13:00
06.05.2013
Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 90 tonn. Uppistaðan er þorskur, 52 tonn ásamt ýsu og ufsa. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 8. maí kl 13:00
30.04.2013
Ljósafell landaði í gær 40 tonnum af þorski eftir stutta veiðiferð. Aflanum var stillt í hóf vegna utanlandsferðar Starfsmannafélags LVF. Brottför í næstu veiðiferð verður um miðnætti miðvikudaginn 1. maí.