Í dag eru liðin 40 ár frá því að Ljósafell SU 70 lagðist fyrst að bryggju á Fáskrúðsfirði. Skipið var smíðað í Narazaki Shipbuilding LTD í Muraran í Japan og bar smíðanúmerið 809. Ljósafell var 9. skuttogarinn í röðinni sem smíðaður var fyrir Íslendinga á þessum tíma. Heimsiglingin tók 6 vikur og var farið í gegnum Panamaskurðinn. Ljósafell hefur alla tíð verið mikið happaskip og er það búið að fiska 144.000 tonn á þessum 40 árum. Skipstjórar hafa verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson 1981-1994 og Ólafur H. Gunnarsson frá 1995. Afmælis Ljósafells verður minnst í Félagsheimilinu Skrúði að lokinni messu á sjómannadaginn 2. júní.