23.08.2013
Hoffell landaði í gær 22. ágúst 257 tonnum af makríl og síld. Skipið er farið aftur til sömu veiða.
20.08.2013
Hoffell landaði fyrsta makrílnum eftir sumarlokun í gær. Aflinn var 157 tonn. Skipið er farið aftur til sömu veiða.
06.08.2013
Í dag eru liðin 80 ár frá stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Stofnfundur félagsins var haldinn 6. ágúst 1933 í samkomuhúsinu Álfheimum á Búðum, sem nú heitir Kirkjuhvoll. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þórarinn Grímsson Víkingur bóndi Vattarnesi, formaður, Björn...
01.08.2013
Hoffell kom inn í nótt með um 200 tonn af makríl og síld. Þetta er síðasti túrinn fyrir stutta sumarlokun í landvinnslu LVF.
30.07.2013
Hoffell er nú að landa um 240 tonnum af makríl og síld. Aflinn er allur flokkaður til manneldis. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
24.07.2013
Í dag er Hoffell að landa um 220 tonnum af makríl og síld í vinnslu hjá LVF. Skipið fer aftur út á sunndagsmorgun 28. júlí, en bæjarhátíðin Franskir dagar er haldin hátíðleg um helgina.