30.12.2013
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf
16.12.2013
Ljósafell er nú að landa síðasta túr fyrir jól. Aflinn er um 56 tonn, aðallega þorskur.
16.12.2013
Hoffell landaði í gær um 200 tonnum, mest kolmunna, en lítið fannst af gulldeplu í túrnum.
09.12.2013
Ljósafell er nú að landa um 71 tonni. Uppistaða aflans er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 10 des kl 13:00
09.12.2013
Hoffell er nú lagt af stað í leit að gulldeplu, en skipið hefur verið í viðhaldi að undanförnu, m.a. vélarupprifi aðalvélar.
05.12.2013
Ljósafell landaði í morgun 40 tonnum af þorski. Skipið heldur strax aftur til veiða.