Lýsisútskipun

Lýsisútskipun

Kaprifol lestaði á í lok vikunnar tæp 1.600 tonnum af lýsi sem fer til Havsbrun í Færeyjum.

Fiskurinn farinn að gefa sig á línuna

Sandfell og Hafrafell lönduðu á Bakkafirði í dag samtals 34 tonnum eftir tvær lagnir.  Sandfell með 16 tonn og Hafrafell 18 tonn. Bátarniir eru komnir samtals með 200 tonn það sem af er mánuði. Sandfell með 100 tonn og Hafrafell með 100...

Ljósafell

Ljósafell kom inn í morgun með fullfermi tæp 100 tonn.  Aflinn var 65 tonn þorskur, 25 tonn karfi og annar afli. Skipið fer út kl. 13.00 á morgun.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með um 50 tonn. Aflinn er um 30 tonn þorskur og 20 tonn karfi. Skipið fer út að lokinni löndun.
Mjölútskipun

Mjölútskipun

Verið er að skipa út 1.300 tonnum af mjöli í flutningaskipið Saxum. Mjölið fer til Noregs.

Ljósafell SU

Ljósafell er á landleið með tæp 100 tonn og verður um kl 18.00. Aflinn er um 60 tonn þorskur, 15 tonn ýsa, 10 tonn ufsi, 10 tonn karfi og annar afli. Skipið fer út á miðnætti annað kvöld.