20.03.2005
Ljósafell kom úr árlegu togararalli á fimmtudagskvöldið. Það gekk vel í rallinu og tók það rúma 16 daga. Tekin voru 152 tog víðsvegar út af suðurströnd landsins allt vestur að Snæfellsnesi. Heildarafli í rallinu var nálægt 80 tonnum sem var landað bæði í Reykavík og...
02.03.2005
Fyrsti kolmunnafarmurinn sem berst til Íslands á þessu ári kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Það var írska skipið Western Endeavour D 653 sem kom með 2100 tonn, sem skipið fékk vestur af Írlandi. Skipið var tvo og hálfan sólarhring að sigla af miðunum til...
22.02.2005
Fjöllin standa á haus í firðinum fagra í vetrarblíðunni. Ljósafell SU fjærst á myndinni er að fara á veiðar. Bergur VE er að fara á veiðar eftir að hafa losað 1200 tonn af loðnu bæði í bræðslu og frystingu. Finnur Fríði FD hinn færeyski, nýjasta uppsjávarveiðiskip...
11.01.2005
Hoffell kom í morgun með fullfermi af loðnu sem er fyrsti farmurinn á þessari vertíð sem berst til Fáskrúðsfjarðar. Af því tilefni færði Magnús Ásgrímsson verksmiðjustjóri áhöfninni á Hoffelli rjómatertu. Á myndinni sést Magnús afhenda Bergi Einarssyni skipstjóra...
06.10.2004
Við erum lengi búin að bíða eftir norsk-íslensku síldinni, en nú hefur hún loksins látið sjá sig á Austfjarðamiðum að hausti til eftir 37 ár. Hoffell landaði 50 tunnum af stórri og feitri síld í s.l. viku. Og það fór eins og menn grunaði, að síldin sem var 19% feit,...
30.04.2004
Þó að Ljósafell sé meira en 30 ára gamalt ber skipið aldurinn vel. Togarinn er eins og mjólkurpóstur fyrir frystihúsið og er alltaf til löndunar á mánudagsmorgnum og hefur svo verið alla tíð síðan systurskipið Hoffell var selt 1996. Ýmislegt er búið að gera skipinu...