Hoffell kom í gærdag til Fáskrúðsfjarðar með um 1150 tonn af kolmunna sem skipið fékk vestur af Rockall og var um 500 sjómílna sigling af miðunum. Þetta mun vera fyrsti kolmunnafarmurinn sem íslenskt skip kemur með á þessu ári.

Færeyska skipið Tróndur í Götu kom svo í gærkveldi með um 1600 tonn af loðnu og verða kreist hrogn úr farminum og fryst.

Það sem af er árinu hafa borist til LVF 8000 tonn af kolmunna og um 11000 tonn af loðnu.