Fiskur er okkar fag

Loðnuvinnslan hf.

Fréttir

Ljósafell komið til Færeyja í slipp.

Ljósafell komið til Færeyja í slipp.

Ljósafell landaði 107 tonnum í tveimur löndunum í síðstu viku, aflinn var aðallega þorskur og karfi. Ljósafell sigldi síðan til Færeyja sl. sunnudag og var tekið upp í slipp þar.   Skipið er að fara í venjubundið viðhald, en það er tekið á tveggja ára fresti...

Hoffell er á landleið með 1000 tonn af makríl

Hoffell er á landleið með 1000 tonnn af Makríl og verður á Fáskrúðsfirði í nótt. Góð veiði var síðstu tvo daga og virðist vera koma meiri makríll á veiðisvæðið. Skipið fer út að lokinni löndun.

Hoffell með samtals 300 tonn af Makríl

Hoffell er á landleið og verður í kvöld með 300 tonn.  Mjög rólegt var á miðunum. Skipið fer strax út eftir löndun og eitthvað betra útlit er með veiði núna.

Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí

Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí

Gaman að segja frá því að samkvæmt aflafréttum þá endaði Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí. Bátar yfir 21 bt í júlí. Listi númer 5. Lokalistinn, Frekar óvæntur endasprettur, því að Hafrafell SU var með 42,4 tonn í 3 og endaði aflahæstur Sandfell SU 41,4...

Ljósafell með rúmlega 100 tonn.

Ljósafell kom inn í gærkvöldi með rúm 100 tonn af blönduðum afla.  Aflinn er 50 tonn Ufsi, 18 tonn Karfi, 15 tonn Þorskur, 15 tonn Ýsa og annar afli. Ljósafell fer út á þriðjudagsmorgun.

Ljósafell með rúmlega 40 tonn

Ljósafell kom inn í dag með rúm 40 tonn í dag af Þorski eftir tveggja daga túr.  Ljósafell fór út strax eftir löndun.

Sendu okkur línu

Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Hvar eru skipin?

Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.

Loðnuvinnslan hf

Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður

kt. 581201-2650