Fiskur er okkar fag

Loðnuvinnslan hf.

Fréttir

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Loðnuvinnslan hf óskar starfsfólki og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir samstarfið á árinu. Óskum einnig viðskiptavinum gleðilegra jóla með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

Vinnum verkið heima

Vinnum verkið heima

Um jól og áramót nota margir tímann til góðra verka. Þar á meðal er Bergsteinn Ingólfsson yfirvélstjóri á Ljósafellinu og samverkamenn hans í vélarrúminu. „Við erum að taka upp vélina“ sagði Bergsteinn, „ og tilgangurinn er að skoða aðalvélahluta eins og hedd og...

Hoffell

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 600 tonnum af síld til söltunar og frystingar. Með því er síldveiðum lokið þetta árið. Skipið fer nú til Akureyrar til að sinna hefðbundnu viðhaldi um jól og áramót. (eins og í fyrra )

Sandfell

Sandfell landaði á laugardag 8,5 tonnum og á sunnudag 6,5 tonnum. Uppistaða aflans var ýsa og fór aflinn allur á fiskmarkað.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 72 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur til vinnslu í Frystihúsi LVF. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, þriðjudag 13. desember kl 13:00

500 milljónir hjá Sandfelli

500 milljónir hjá Sandfelli

Sand­fell SU-75 landaði í gær á Stöðvarf­irði afla sem ýtti afla­verðmæti skips­ins fyr­ir und­an­gengna tíu mánuði yfir hálfs millj­arðs markið. Loðnu­vinnsl­an hef­ur gert út bát­inn í 10 mánuði og með lönd­un­inni í gær fór afla­verðmæti skips­ins fyr­ir þetta...

Sendu okkur línu

Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Hvar eru skipin?

Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.

Loðnuvinnslan hf

Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður

kt. 581201-2650