Um jól og áramót nota margir tímann til góðra verka. Þar á meðal er Bergsteinn Ingólfsson yfirvélstjóri á Ljósafellinu og samverkamenn hans í vélarrúminu. „Við erum að taka upp vélina“ sagði Bergsteinn, „ og tilgangurinn er að skoða aðalvélahluta eins og hedd og slífar, hluti vélarinnar sem við getum ekki skoðað nema taka hana í sundur“.  Verkið er allt unnið í heimabyggð af starfsmönnum Vélaverkstæðis LVF undir dyggri stjórn hins unga yfirvélstjóra og öllu á að vera lokið þann 1.janúar 2017. Þá verður happafleyinu Ljósafelli ekkert að vanbúnaði að halda til hafs með nýsmurða og yfirfarna vél.