Fréttir
Hoffell
Undanfarnar vikur hefur Hoffellið verið í slipp í Færeyjum. Þar er verið að sinna almennu viðhaldi á skipinu og það málað í sínum fallega græna lit. Gert er ráð fyrir að skipið fari niður úr slippnum í lok næstu viku.
Sandfell
Sumarið hefur verið fengsælt hjá Sandfelli. Þann 23.júní landaði Sandfellið 18 tonnum, þann 24.júní kom Sandfell einnig með 18 tonn að landi og 25.júní voru voru 10 tonnum landað úr Sandfellinu.
Góður gangur hjá Ljósafelli
Vel hefur gengið hjá Ljósafellinu undanfarið. Þann 18.júní kom það að landi með 18 tonn og þann 22.júní landaði Ljósafellið 54 tonnum. Í gær, þann 28.júní, landaði svo Ljósafellið 60 tonnum af blönduðum afla eftir aðeins 36 klukkustunda...
Hoffell
Hoffell landaði í gær 1232 tonnum af kolmunna. Þessi afli var geymdur um borð í kælingu yfir helgina meðan sjómannadegi var fagnað. Skipið kom raunar inn á laugardagsmorgni og fór beint í skemmtisiglingu með fólk í tilefni sjómannadags. Nú er verið að taka veiðarfæri...
Sjómannadagurinn
Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 6.júní 1938. Þannig að sjómannadagurinn á sér 80 ára sögu. Í Alþýðublaðinu 7.júní 1938 var grein um þennan fyrsta sjómannadag og þar stóð: „ Fyrsti sjómannadagurinn varð glæsilegur hátíðisdagur sem hertók...
Sigling
Sigling í tilefni sjómannadags. Á laugardag 2. júní kl 11:00 munu skip Loðnuvinnslunnar hf, Hoffell SU 80 og Ljósafell SU 70 ásamt Sandfelli SU 75 sigla með gesti um fjörðinn. Boðið verður uppá pylsur og gos. Siglt verður frá Bæjarbryggjunni.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
 
			 
					
