Fréttir
Farsæll ferill að baki
Það þykir nokkrum tíðindum sæta þegar sjómaður lætur af störfum eftir 40 ár á sama skipi. Ólafur Helgi Gunnarsson skipstjóri á Ljósafelli er stiginn í land og hefur látið stjórnartaumana á Ljósafelli í annarra hendur. Þannig að frá og með þessari stundu er hann...
Hoffell
Hoffell kom til löndunar í gær með um 1.693 tonn sem fengust í Færeysku lögsögunni. Skipið hélt aftur til sömu veiða að löndun lokinni kl 19:00.
Norðingur
Færeyska uppsjávarskipið Norðingur KG 121 er nú að landa um 1.900 tonnum af kolmunna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem skipið landar hjá Loðnuvinnslunni hf.
Ljósafell
Ljósafell landaði í gær um 100 tonnum af blönduðum afla. Uppistaðan ufsi, þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða í dag, þriðjudag, kl 13:00. Síðasti mánuður var ágætur hjá Ljósafelli með afla uppá 612 tonn samtals.
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 1650 tonnum af kolmunna. Skipil heldur aftur til sömu veiða í kvöld að löndun lokinni.
Ljósafell
Ljósafell kom inn í kærkvöld með um 100 tonn. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á miðnætti að kvöldi 1. maí. Ljósafell SU 70
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
