Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga

Aðalfundur KFFB var haldinn í gær 20. apríl. Hagnaður árið 2015 var skv. samstæðureikningi 1.626 millj. Eigið fé KFFB var 5.179 millj. eða 99,5% af niðurstöðu efnahagsreiknings.

Stærsta einstaka eign félagins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.

Í stjórn KFFB eru Steinn B. Jónasson stjórnarformaður, Elvar Óskarsson, Högni Páll Harðarson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Magnús Ásgrímsson, Elsa Elísdóttir og Smári Júlíusson.

Á aðalfundinum voru veittar gjafir til góðra málefna að verðmæti 6 milljónir króna.

Heilsugæslustöðin á Fáskrúðsfirði tók á móti blóðþrýstingsmæli, hjartalínurita og hjartastuðtæki að verðmæti 600 þúsund.

Sjúkrabíllinn á Fáskrúðsfirði tók á móti sjálfvirkum hjartahnoðara (Lukas2) að verðmæti 2 milljónir.

Hollvinasamtök félagsheimilisins Skrúðs tók á móti 3 milljónum til lagfæringar á félagsheimilinu.

Áhugamannahópur um Franska daga á Fáskrúðsfirði fékk 600 þúsund.

Hoffell

Hoffell er á landleið með um 1500 tonn af kolmunna sem veiddist í Færeysku lögsögunni.

Sandfell

Sandfell hefur landað á Djúpavogi að undanförnu. Á fimmtudaginn var aflinn 6,5 tonn, föstudaginn 9,5 tonn, laugardaginn 8,5 tonn og sunnudaginn 6,5 tonn. Aflinn hefur að mestu verið seldur á fiskmarkaði.

Ljosafell

Ljosafell er komið inn með rúm 100 tonn. Uppistaðan er þorskur, en einnig karfi ofl. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, mánudag 25. apríl kl 21:00




Ljósafell

Ljósafell er að landa um 35 tonnum á Fiskmarkaði í Vestmannaeyjum í dag. Uppistaða aflans er ýsa. Skipið fer aftur á veiðar að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell kemur til löndunar í dag með um 1500 tonn af kolmunna sem veiddist í Færeysku lögsögunni. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Sandfell

Sandfell landaði 9 tonnum í gær á Stöðvarfirði og um 6 tonnum á Djúpavogi í dag, Sunnudag.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með 104 tonn. Uppistaðan er þorskur ásamt karfa og ufsa. Brottför á mánudag 18. apríl kl 20:00

Hoffell

Hoffell landaði í nótt 1586 tonnum af kolmunna úr Færeysku lögsögunni. Skipið fór strax aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Vorfundir 2016

Deildir KFFB


Aðalfundir Innri og Ytri deilda KFFB verða haldnir í Wathneshúsinu mánudaginn 18. apríl 2016 kl. 20:00.




KFFB


Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Wathneshúsinu miðvikudaginn 20. apríl 2016 kl. 17:30.




LVF


Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf verður haldinn í Wathneshúsinu miðvikudaginn 20. apríl 2016 kl. 18:30.



Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.


Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga



Loðnuvinnslan h/f

Ljósafell

Ljósafell landaði 100 tonnum sl. þriðjudag og kemur aftur í land aðra nótt með flullfermi 100 tonn.

Sandfell

Sandfell landaði gær 9 tonnum á Djúpavogi, í apríl hefur báturinn landað 54 tonnum í 7 veiðiferðum.