Hoffell

Hoffell landaði fyrsta makrílnum eftir sumarlokun í gær. Aflinn var 157 tonn. Skipið er farið aftur til sömu veiða.

KFFB 80 ára

Í dag eru liðin 80 ár frá stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Stofnfundur félagsins var haldinn 6. ágúst 1933 í samkomuhúsinu Álfheimum á Búðum, sem nú heitir Kirkjuhvoll. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þórarinn Grímsson Víkingur bóndi Vattarnesi, formaður, Björn Daníelsson kennari, Búðum og Björgvin Benediktsson útgerðarmaður, Búðum og til vara Höskuldur Stefánsson bóndi í Dölum. Fyrsti kaupfélagsstjóri KFFB var Björn I. Stefánsson. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og dótturfyrirtæki þess hafa um áratugaskeið verið aðal burðarásar í atvinnulífi Fáskrúðsfirðinga og starfsemin byggst að mestu á sjávarútvegi. Aðal eign félagsins í dag er 83% hlutafjár í Loðnuvinnslunni hf sem rekur öfluga sjávarútvegsstarfsemi á Fáskrúðsfirði með um 150 starfsmenn. Félagsmenn KFFB eru um 200.

Stjórn KFFB skipa í dag: Steinn B. Jónasson, formaður, Elvar Óskarsson, varaformaður, Högni P. Harðarson, ritari, Berglind Ó. Agnarsdóttir og Jónína G. Óskarsdóttir. Varamenn: Magnús B. Ásgrímsson, Elsa S. Elísdóttir og Smári Júlíusson. Kaupfélagsstjóri er Gísli J. Jónatansson.



Haldið verður upp á 80 ára afmæli Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga laugardaginn 31. ágúst n.k.

Hoffell

Hoffell kom inn í nótt með um 200 tonn af makríl og síld. Þetta er síðasti túrinn fyrir stutta sumarlokun í landvinnslu LVF.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 240 tonnum af makríl og síld. Aflinn er allur flokkaður til manneldis. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Hoffell

Í dag er Hoffell að landa um 220 tonnum af makríl og síld í vinnslu hjá LVF. Skipið fer aftur út á sunndagsmorgun 28. júlí, en bæjarhátíðin Franskir dagar er haldin hátíðleg um helgina.

Makríllandanir

Ljósafell landaði á laugardag 80 tonnum af makríl og í dag, mánudag er Hoffell að landa um 250 tonnum. Allur er aflinn flokkaður til manneldis.

Ljósafell

Ljósafell landaði í morgun 86 tonnum af makríl og síld. Skipið heldur aftur til sömu veiða kl 14:00 í dag, fimmdudag 18. júlí.

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með um 300 tonn af makríl og síld.

Hoffell

Nú eru veiðar og vinnsla á makríl komin í fullan gang. Hoffell er búið að landa þrem túrum. 365 tonnum 11. júlí. 300 tonnum 14. júlí og 200 tonnum í gær, þann 16 júlí. Ljósafell er einnig komið af stað í makríl.

LVF gefur upphringibúnað í sjúkrabílinn

Á dögunum var tekinn í notkun upphringibúnaður við hjartasuðtæki í sjúkrabílnum á Fáskrúðsfirði. Búnaðurinn er gefinn af Loðnuvinnslunni hf. Bíllinn á Fáskrúðsfirði er sá fyrsti á Austurlandi sem hefur slíkan búnað. Þessi búnaður gerir sjúkraflutningamönnum kleyft að senda hjartalínurit og upplýsingar um ástand sjúklings samstundis úr bílnum til Hjartagáttarinnar á Landspítalanum og til vakthafandi læknis hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þetta gerist um leið og línuritið er tekið í sjúkrabílnum. Þannig geta vakthafandi læknar strax metið ástand sjúklings í sjúkrabíl áður en hann kemur á heilbrigðisstofnun, undirbúið móttöku hans og gefið fyrirmæli um meðferð á meðan á flutningi stendur. Þessi búnaður er ekki staðalbúnaður í sjúkrabílum á Íslandi, en er kominn í bíla á nokkrum stöðum á landinu. Búnaðurinn eykur mjög á öryggi sjúklinga og bætir starfsaðstöðu sjúkraflutningamanna. Á Austurlandi eru sjúkraflutningar að jafnaði lengri en í stærri samfélögum vegna vegalengda. Í flestum tilfellum er áfangastaður hjartasjúklinga á Austurlandi Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eða Landspítalinn í Reykjavík.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa síðasta túrnum af bolfiski á þessu fiskveiðiári. Aflinn er um 85 tonn, mest þorskur. Næsta verkefni skipsins er að veiða makríl.

Ljósafell

Ljósafellið landar þétt þessa dagana. Í morgun landaði skipið 31 tonni sem var að mestu þorskur, en á mánudag landaði skipið um 100 tonnum og var uppistaðan þá ufsi, 63 tonn. Ljósafell er farið aftur á veiðar og landar næst mánudaginn 8.júli, en það verður væntanlega síðasta löndun á bolfiski á þessu fiskveiðiári sem endar 31. ágúst.