Ljósafell

Ljósafell kom inn í dag, (annan í páskum) með fullfermi. Skipið heldur aftur á veiðar á miðvikudag 23. apríl kl 20:00

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga

Aðalfundur KFFB var haldinn 11. apríl s.l.

Hagnaður árið 2013 skv. samstæðureikningi var kr. 428 millj.

Eigið fé KFFB 2,726 millj. eða 99% af niðurstöðu efnahagsreiknings.

Aðaleign félagins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.

Í stjórn KFFB eru: Steinn B. Jónasson, Elvar Óskarsson, Högni P. Harðarson, Jónína G. Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Magnús Ásgrímsson, Elsa S. Elísdóttir og Smári Júlíusson.

Kaupfélagsstjóri er Friðrik Mar Guðmundsson.

Mynd frá borðhaldi eftir aðalfund: Fv. Valborg Jónsdóttir og Magnús Þorri Magnússon. Fh. Jens Garðar Helgason og Gísli Jónatansson.

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með rúm 1100 tonn af kolmunna sem veiddist í Færeysku lögsögunni. Veiðiferðin er tekin í beinu framhaldi af slipp í Þórshöfn í Færeyjum, þar sem skipið var botnhreinsað og málað.

Rausnarleg gjöf

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í síðustu viku kom Friðrik framkvæmdarstjóri Loðnuvinnslunar og afhenti okkur heldur betur rausnarlega gjöf frá Kaupfélaginu. Gefnir voru þrír I-pad til leikskólans og nú vinnur starfsfólk að því að safna gagnlegum kennsluforritum í þá svo við getum farið að koma þeim í umferð hjá okkur. Þökkum kærlega fyrir gjöfina, hún á eftir að nýtast vel.

Hrafnhildur

Aðalfundur LVF

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf var haldinn 11. apríl s.l. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2013 var 541 millj. sem er svipað og 2012. Tekjur LVF að frádregnum eigin afla voru kr. 4.642 millj. Eigið fé félagsins í árslok 2013 var kr. 2.970 millj. sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hlutafé LVF er kr. 700 millj. og voru hluthafar í lok ársins 176. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með um 83% eignarhlut. Samþykkt var að greiða 10% arð til hluthafa eða kr. 70 millj. Á fundinum tók aðstoðarskólastjóri Eygló Aðalsteinsdóttir fyrir hönd Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar á móti 14 Ipad tölvum sem er gjöf frá Loðnuvinnslunni hf.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Lars Gunnarsson, Elvar Óskarsson, Steinn B. Jónasson, Jónína G. Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Björn Þorsteinsson og Elinóra K. Guðjónsdóttir.

Mynd frá afhendingu á gjöfum: Fv. Eygló Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri GF og Friðrik Mar Guðmundsson framkv. stj. LVF.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 78 tonnum til vinnslu í frystihús. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag, 16. apríl kl 24:00.

Ljósafell

Ljósafell kom til löndunar í morgun með um 90 tonn af blönduðum afla. Skipið fer aftur á veiðar að löndun lokinni, um kl 11:00

Tróndur í Götu

Tróndur í Götu kemur kl. 17,00 í dag með um 2700 tonn af kolmunna. Skipið fékk aflann við Írland í EU landhelginni. Um 42 tíma sígling er frá miðunum.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í morgun eftir aðeins 2 1/2 sólarhring á veiðum með 100 tonn afla, þar af var 80 tonn ufsi. Ljósafell fer út annað kvöld.

Hoffell

Hoffell heldur til kolmunnaveiða í kvöld frá Færeyjum eftir að hafa verið í slippí rúma viku.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Hoffellinu í morgun.

Norderveg

Loðnuskipið Norderveg kom til LVF sl. föstudagskvöld með 800 tonn af loðnu til hrognatöku. Fryst voru 72 tonn af hrognum og 200 tonn af karlloðnu fyrir Rússlandsmarkað.

Þetta er í sjöunda skipti á fjórum árum sem kemur skip með loðnu til hrognatöku frá útgerðinni í Bergen.

Ljósafell

Ljósafell landaði 80 tonnum af fiski í morgun, en síðast landaði skipið tæpum 40 tonnum sl. fimmtudag.