Ljósafell er komið inn með um 80 tonn af fiski fyrir frystihúsið. Aflinn fékkst á stuttum tíma frá því á föstudagskvöldi, en þá var skipið dregið til hafnar af Barða NK. Ljósafellið hafði sem sagt fengið trjádrumba í skrúfuna á Stokksnesgrunni. Sem betur fer lítur út fyrir að ekkert hafi skemmst í þeim látum. Skipverjum á Barða eru sendar bestu þakkir og óskir um góða veiði. Ljósafell fer næst á sjó á þriðjudagsmorgun, 13 maí kl 08:00