Norskir bátar með 1600 tonn í dag

Heröy, Sæbjörn og Endre Dyröy komu í dag með rúm 16oo tonn af loðnu til bræðslu og frystingar.

Beðið eftir löndun – mynd Óðinn Magnason

Norderveg og Kings Bay með 1500 tonn af loðnu

Í dag kom Norderveg með 1.000 tonn og Kings Bay kemur í nótt með 500 tonn. Báðir þessir bátar halda svo til kolmunnaveiða.

Kings Bay – mynd Jónína Óskarsdóttir

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með um 90 tonn af blönduðum afla. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 27 janúar kl 13:00

Norskir loðnubátar með tæp 3000 tonn af loðnu

Endre Dyröy, Havglans og Fiskibas hafa komið með loðnu til frystingar og bræðslu um helgina. Rogne kemur síðan með tæp 500 tonn á morgun 26. janúar.



Mynd Endre Dyröy – Óðinn Magnason

Hoffell

Hoffell kemur með fullfermi af kolmunna um 1.600 tonn sem fengust við Færeyjar.

Hoffell

Hoffell verður um hádegi á morgun með fullfermi af kolmunna um 1600 tonn. Aflinn er fenginn suður af Færeyjum.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í gærkvöldi eftir rúma fjóra daga á veiðum með tæp 100 tonn, 50 tonn þorskur 20 tonn ýsa, 20 karfi og annar afli.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í morgun með rúm 50 tonn, að mestu þorskur, þann 9/1 sl. landaði skipið 60 tonnum og 5/1 64 tonnum.

6300 tonn af kolmunna

Árið byrjar ágætlega hjá LVF, 6.300 tonn af kolmunna hafa verið unnin í fiskimjölsverkmiðju félagsins.



Þann 2. janúar landaði Finnur Fridi tæpum 2.500 tonnum, daginn eftir kom Þrándur í Götu með tæp 2.800 tonn en þessi skip eru frá Götu í Færeyjum.

Síðan kom Hoffell með 1.ooo tonn af kolmunnna 9. janúar sl.

Jólakveðja

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátið og farsælt komandi ár.
Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Loðnuvinnslan hf.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa síðasta túr ársins. Aflinn er um 37 tonn og uppistaðan Þorskur. Skipið fer af stað á nýja árinu 2 janúar kl 00:01

Hoffell

Hoffell SU 80 er komið heim af kolmunnamiðum í Færeyjum. Aflinn er um 500 tonn eftir talsverðan brælutúr. Skipið er nú komið í jólastopp, en fer aftur til kolmunnaveiða eins fljótt og hægt er eftir áramót.