Finnur Fridi kom í gær með 700 tonn af loðnu en skipið fékk loðnuna aðeins aðeins 14 mílur frá bryggju á Fáskrúðsfirði. Havglans kom með 350 tonn af loðnu í gærkvöldi, en skipið fékk loðnuna út af Húnaflóa. Rúm 5000 tonn af komið til bræðslu og frystingar í vikunni. Þar af kom Hoffell með 1500 tonn af kolmunna.