Hornfirðingar landa á Fáskrúðsfirði

Nú er loðnuvertíðin komin í fullan gang og stefnir í eina bestu loðnuvertíð í mörg, en úthlutun til íslenskra skipa er nú 548.000 tonn. Í nótt landaði Jóna Eðvalds SF 200 um 400 tonnum af loðnu hjá LVF og Ásgrímur Halldórsson SF 250 er að landa um 1.400 tonnum....

Áramót

Óskum starfsfólki okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf.

Gleðileg jól

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf

Alma farin

KL. 4.30 í morgun lagði norski dráttarbáturinn Stadt Valiant af stað með flutningaskipið Ölmu í togi áleiðis til Akureyrar. Á Akureyri verður sett nýtt stýri á skipið og frekari skemmdir kannaðar. Það er óhætt að segja að sjónarsviptir sé af Ölmu, en hér er skipið...

Árshátíð LVF 2011

Árshátíð Loðnuvinnslunnar hf verður haldin í Félagsheimilinu Skrúði laugardaginn 10. desember n.k. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00, en húsið verður opnað kl. 19.30. Sumarlína ehf sér um veislumatinn, en hljómsveitin Nefndin leikur fyrir dansi. Formaður...

Green Lofoten farin með farminn

Kl. 14.00 í dag lagði flutningaskipið Green Lofoten af stað frá Fáskrúðsfirði til St. Petersburg með um 3000 tonn af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu. Hoffell kom með Ölmu í togi til Fáskrúðsfjarðar aðfaranótt 6. nóvember s.l., en skipið hafði misst stýrið er...