KL. 4.30 í morgun lagði norski dráttarbáturinn Stadt Valiant af stað með flutningaskipið Ölmu í togi áleiðis til Akureyrar. Á Akureyri verður sett nýtt stýri á skipið og frekari skemmdir kannaðar. Það er óhætt að segja að sjónarsviptir sé af Ölmu, en hér er skipið búið að liggja við bryggju síðan 6. nóvember s.l. Það er von Fáskrúðsfirðinga að viðgerðin gangi hratt og vel fyrir sig, svo að Alma megi sem fyrst sigla um heimsins höf á ný. Skipshöfninni sendum við góðar kveðjur og óskir um gleðileg jól.