Kl. 14.00 í dag lagði flutningaskipið Green Lofoten af stað frá Fáskrúðsfirði til St. Petersburg með um 3000 tonn af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu. Hoffell kom með Ölmu í togi til Fáskrúðsfjarðar aðfaranótt 6. nóvember s.l., en skipið hafði misst stýrið er það sigldi út frá Hornafirði aðfaranótt 5. nóvember.

Alma er enn við bryggju á Fáskrúðsfirði og bíður þess að verða dregin til viðgerðar innanlands eða erlendis.