20.02.2013
Færeyska skipið Fagraberg kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 2500 tonn af loðnu. Skipið bíður löndunar hjá LVF., en verið er að klára löndun úr Hoffelli.
19.02.2013
Hoffell kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1000 tonn af loðnu. Loðnan fer í frystingu og bræðslu hjá LVF.
19.02.2013
Ljósafell landaði í gær liðlega 60 tonnum af bolfiski. Aflinn var aðallega þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða á morgun (miðvikudag) kl. 13.00.
15.02.2013
Hoffell er á heimleið með 1250 tonn af loðnu og verður komið í nótt. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
15.02.2013
Stór áfangi náðist í dag hjá fiskimjölsverksmiðju LVF., en í dag var gangsettur nýr rafskautaketill verksmiðjunnar. Verksmiðjan fékk úthlutað 5 MW af svokallaðri ótryggðri orku og var því aðeins einn olíuketill keyrður með. Þetta er fyrri hluti samnings sem gerður var...
14.02.2013
Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar um miðnætti í gær með um 1800 tonn af loðnu. Skipið bíður löndunar hjá LVF.