Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1130 tonnum af loðnu. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Kap landaði á mánudaginn

Kap VE., skip Vinnslustöðvarinnar hf., landaði hjá LVF mánudaginn 25. febrúar s.l. 1236 tonnum af loðnu í bræðslu.

Fagraberg

Í dag er verið að landa úr færeyska skipinu Fagrabergi um 1300 tonnum af loðnu. Loðnan fer í bræðslu hjá LVF.

Christian í Grótinum

Færeyska skipið Christian í Grótinum er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar í dag með um 1000 tonn af loðnu til vinnslu hjá LVF.

Hoffell

Hoffell kom til Fáskrúðsfjarðar í gær með um 1000 tonn af loðnu til vinnslu hjá LVF.

Ljósafell

Ljósafell kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 54 tonn, aðallega þorsk og karfa. Skipið verður nú útbúið í togararall Hafró og verður í rallinu næstu tvær vikurnar. Ljósafell fer út á þriðjudag.