22.07.2013
Ljósafell landaði á laugardag 80 tonnum af makríl og í dag, mánudag er Hoffell að landa um 250 tonnum. Allur er aflinn flokkaður til manneldis.
18.07.2013
Ljósafell landaði í morgun 86 tonnum af makríl og síld. Skipið heldur aftur til sömu veiða kl 14:00 í dag, fimmdudag 18. júlí.
18.07.2013
Hoffell er nú á landleið með um 300 tonn af makríl og síld.
17.07.2013
Nú eru veiðar og vinnsla á makríl komin í fullan gang. Hoffell er búið að landa þrem túrum. 365 tonnum 11. júlí. 300 tonnum 14. júlí og 200 tonnum í gær, þann 16 júlí. Ljósafell er einnig komið af stað í makríl.
11.07.2013
Á dögunum var tekinn í notkun upphringibúnaður við hjartasuðtæki í sjúkrabílnum á Fáskrúðsfirði. Búnaðurinn er gefinn af Loðnuvinnslunni hf. Bíllinn á Fáskrúðsfirði er sá fyrsti á Austurlandi sem hefur slíkan búnað. Þessi búnaður gerir sjúkraflutningamönnum kleyft að...
08.07.2013
Ljósafell er nú að landa síðasta túrnum af bolfiski á þessu fiskveiðiári. Aflinn er um 85 tonn, mest þorskur. Næsta verkefni skipsins er að veiða makríl.