Ljósafell

Ljósafell kom inn seint í gærkvöld með bilun í túrbínu. Viðgerð og útvegun varahluta er í gangi og verður tilkynnt um áætaða brottför um leið og hægt verður.

Hoffell

Hoffell á landleið með 1.25o tonn af kolmunna eftir 5 daga á miðunum.

Ljósafell

Varahlutir í túrbínu eru að leggja af stað frá Zurich í Sviss í kvöld. Við væntum þess að þeir komi til landsins með flugfrakt á morgun. Samsetning verður svo eins fljótt og auðið er, en brottför er því enn óljós.

Ljósafell

Ljósafell kom morgun með 33 tonn af þorski eftir rúman sólarhring á veiðum.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 80 tonnum. Uppistaðan er þorskur, um 60 tonn og um 15 tonn af ýsu. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 7. janúar kl 13:00

Ljósafell – Hoffell

Ljósafell er nú að landa sínum fyrsta afla ársins, 25 tonnum, aðallega þorski. Þarmeð er vinnsla hafin í frystihúsinu á nýja árinu. Hoffell er að leggja af stað á kolmunnaveiðar.