25.11.2015
Það er líflegt við Bræðsluna í dag. Flutningaskipið Haukur er að lesta rúm 1300 tonn af mjöli, og fyrir aftan það á næstu bryggju er Key Bay að lesta um 2500 tonn af lýsi á sama tíma.
23.11.2015
Loðnuvinnslan hefur selt Haukaberg SH-20 til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda. LVF keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði í sumar, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum. Oddi h/f tók á móti Haukabergi í Grundarfjarðarhöfn sl....
23.11.2015
Ljósafell landaði í dag um 92 tonnum. Uppistaðan þorskur og ýsa. Skipið fer aftur til veiða á morgun, þriðjudag 24. nóv. kl 13:00
19.11.2015
Hoffell er á landleið með um 500 tonn af síld til söltunar.
16.11.2015
Ljósafell er að landa 95 tonnum af blönduðum afla í dag. Brottför á morgun, þriðjudag 17. nóvember kl 13:00
14.11.2015
Hoffell er að landa 500 tonnum af síld til söltunnar, fer út eftir löndun á sömu veiðar