Fréttir
Sandfell
Þá er Sandfellið að verða búið í skveringu hjá Slippnum á Akureyri. Báturinn verður settur á flot í fyrramálið og heldur til veiða á morgun ef veður leyfir. Mynd: Rafn Arnarson
Hoffell
Hoffell er á landleið með 640 tonn af makríl, þar af síld um 40 tonn.
Ljósafell
Ljósafell er komið inn til Eskifjarðar með 100 tonn, sem verða seld á fiskmarkaði. Uppistaða aflans er ufsi og karfi. Skipð heldur aftur til veiða á þriðjudag kl 13:00
Ljósafell
Ljósafell kom með 95 tonn sl. mánudag. Skipið fór aftur út í gær. Aflinn fór allur á fiskmarkað.
Hoffell með 900 tonn
Hoffell kom í kvöld með 900 tonn af makríl, skipið stoppaði aðeins 36 tíma á miðunum. Hoffell hefur landað samtals 6.000 tonnum af makríl og síld í ágúst. Þar af voru tæp 700 tonn af Grænlandsmiðum.
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 680 tonnum af makríl í vinnslu. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
 
			 
					