Fréttir
Högaberg
Færeysku bátarnir Finnur Fríði og Högaberg hafa báðir komið með loðnu til hrognatöku. Finnur landaði um 1200 tonnum í nótt og Högabergið er komið undir með annað eins.
Nýr verkstjóri
Í janúar s.l. var ráðinn til starfa hjá Loðnuvinnslunni nýr verkstjóri sem ber nafnið Hannes Auðunsson. Hann fluttist til Fáskrúðsfjarðar í byrjun árs ásamt konu sinni, Angeliku Ewu Filimonow og tveggja ára gömlum syni þeirra. Að auki á Hannes annan dreng sem er fimm...
Hoffell SU 80
Hoffell er væntanlegt í dag með rúm 1200 tonn af loðnu. Skipið landaði einnig 1200 tonnum til heilfrystingar og bræðslu þann 24. febrúar.
Sandfell
Sandfell er að landa á Fáskrúðsfirði í dag. Aflinn er um 5 tonn.
Ljósafell
Ljósafell er að landa fyrsta túr eftir verkfall. Aflinn er um 70 tonn og fer ýmist í vinnslu í Frystihúsi LVF og á Fiskmarkað. Næsta verkefni áhafnar og skips er að fara í árlegt Togararall Hafrannsóknarstofnunar sem hefst á laugardag.
Flotinn af stað
Flotinn er nú kominn af stað eftir verkfallið. Hoffell er að landa um 750 tonnum af loðnu til heilfrystingar, Sandfell er að landa á Stöðvarfirði um 4,5 tonnum og Ljósafellið er að veiðum.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650


