Hornafjarðarskipin Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson lönduðu bæði loðnu á Fáskrúðsfirði um helgina. Jóna Eðvalds var með um 1000 tonn og Ásgrímur 1100 og fóru báðir farmarnir í hrognatöku.