Fiskur er okkar fag

Loðnuvinnslan hf.

Fréttir

Nýr verkstjóri

Sigurjón Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Loðnuvinnslunni sem verkstjóri í frystihúsinu og mun hann hefja störf í lok maí. Hann hefur víðtæka reynslu í sjávarútvegi og starfað sem vinnslustjóri hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Má þar nefna Jón Erlingsson...

Ljósafell

Ljósafell kom inn til löndunar í morunn. Aflinn var um 85 tonn eftir stuttan túr. Uppistaðan var karfi og ufsi. Skipið fór svo aftur til veiða að löndun lokinni um kl 14:00.

Ljósafell

Ljósafell er að landa í dag og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan Þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða í dag kl 16:00. 2. maí.

Hoffell og fleira

Hoffell var að landa í dag 1.650 tonnum af kolmunna og hefur þá landað um 8.200 tonnum á innan við mánuði. Einnig tók verksmiðjan á móti hráefni af Hákoni EA, 1.500 tonn af kolmunna og 1.050 tonnum af Grænlenska bátinum Tassilaq.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1620 tonnum af kolmunna sem skipið fékk í Færeyskri lögsögu. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni seinna í dag.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 100 tonnum. Uppistaða aflans var þorskur. Skipið heldur aftur til veiða í dag, fimmtudaginn 28. apríl kl 14:00.

Sendu okkur línu

Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Hvar eru skipin?

Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.

Loðnuvinnslan hf

Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður

kt. 581201-2650