Fréttir
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 80 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, þriðjudaginn 12. febrúar kl 13:00.
„Hér eigum við heima“
Nú þegar landið er klætt snjó þá virðast dagarnir bjartari og jafnvel ofurlítið lengri en ella. Auðvitað er hluti skýringarinnar sú að sólin hækkar sig á lofti og lætur geisla sína smjúga inn um glugga og dyr og skellir jafnvel mjúkum kossi á vanga barna í...
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 55 tonnum. Uppistaðan er þorskur. Skipið heldur aftur á veiðar í dag að löndun lokinni.
Ljósafell
Ljósafell kom inn í gærmorgunn með rúm 100 tonn. Uppistaða aflans er ýsa, um 48 tonn, þorskur 23 tonn og karfi 23 tonn. Byrjað var að landa í morgunn og er brottför kl 18:00 í dag, mánudaginn 4. febrúar.
Sandfell SU 75
Sandfell er nú á landleið með um 12 tonn í þessum síðasta róðri janúar. Mánuðurinn hefur verið mjög góður og verður tæp 270 tonn í 25 róðrum. Það er magnað að geta stundað róðra svo stíft yfir harðasta veturinn. Og þó, kallarnir um borð eru líka harðir...
Ljósafell
Ljósafell landaði á þriðjudag og var aflinn um 92 tonn. Uppistaðan var þorskur 60 tonn og ufsi 20 tonn. Skipið hélt aftur til veiða í gær kl 17:00.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
