Sandfell er nú á landleið með um 12 tonn í þessum síðasta róðri janúar. Mánuðurinn hefur verið mjög góður og verður tæp 270 tonn í 25 róðrum. Það er magnað að geta stundað róðra svo stíft yfir harðasta veturinn. Og þó, kallarnir um borð eru líka harðir jaxlar.