Hoffell SU 80 hefur verið á kolmunnaveiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi undanfarna daga. Skipið er nú lagt af stað með fullfermi áleiðis heim á Fáskrúðsfjörð. Þetta verður væntanlega fyrsta kolmunnalöndun ársins meðal íslenskra skipa. Siglingin er löng, 680 mílur og skipið því ekki væntanlegt fyrr en á föstudag.