Þá er loðnuvertíðin að verða búin. Alls var tekið á móti um 30 þúsund tonnum hjá Loðnuvinnslunni hf og af því var um 21 þúsunn tonn af erlendum bátum. Vertíðin var í lengra lagi því fyrsti báturinn, Endre Dyroy landaði þann 21. janúar og síðasti farmurinn kom af...
Hoffell hefur nú lokið við að veiða allan loðnukvótann, samtals 8.600 tonn. Skipið er á heimleið með 900 tonn sem var síðasti skammturinn til að fylla uppí kvótann. Að sögn Bergs Einarssonar skipstjóra var aflinn veiddur í Hrútafjarðarál, sem eru ekki algeng mið...
Síðast liðnar tvær vikur hefur Ljósafell verið á svo kölluðu Togararalli. Þá er skipið í þjónustu Hafrannsóknarstofnunnar og fer um fiskimiðin og veiðir en með svolítið öðru sniði en venjulega. Í verkefni sem þessu er farið eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi á...
Hoffell var að koma til hafnar með 1400 tonn af loðnu. Var þessi veiðitúr vel heppnaður í alla staði þar sem að hann tók aðeins um 35 klukkustundir. Að sögn Bergs Einarssonar skipstjóra var aflinn fenginn með þremur köstum út af Tjörnesi. “Loðnan er fín og full af...
Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir hefur verið ráðin mannauðs- og öryggisstjóri hjá Loðnuvinnslunni frá 1. mars n.k. Hún er með MS próf í mannauðsstjórnun og BA próf í sálfræði. Hún hefur starfað síðastliðið eitt og hálft ár sem starfsmannastjóri hjá Launafl ehf....