Ljósafell

Nú er verið að landa úr Ljósafelli. Aflinn er um 60 tonn, mest þorskur og einhver ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 14. febrúar kl 13:00

Loðnufréttir

Ásgrímur Halldórsson SF landaði 1400 tonnum af loðnu í gær ( sunnudag ). Hoffell er síðan á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst við Hrollaugseyjar í nótt. Kemur væntanlega til löndunar um kl 15:00 í dag.
Gamla bræðslan

Gamla bræðslan

Að undanförnu hafa Þorsteinn Bjarnason byggingaverkataki og hans menn unnið ásamt starfsmönnum LVF við að endurnýja þakið á gömlu bræðslunni. Gamla þakið ásamt gömlu ryðguðu járnsperrunum voru rifin af og í staðinn settar límtréssperrur og einangruð þakklæðning....

Hoffell á Akranes

Hoffell er nú á leið til Akraness með fullfermi af loðnu sem fékkst í troll austan við land.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 95 tonn. Uppistaða aflans er ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á morgun 7. febrúar kl. 13:00

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst í troll austur af Langanesi. Skipið verður inni snemma í fyrramálið, á sunnudegi, og heldur strax aftur til loðnuveiða að löndun lokinni.