25.02.2012
Í dag er verið að landa um 1900 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Christian í Grótinum.
22.02.2012
Hoffell er lagt af stað heimleiðis með fullfermi af loðnu.
20.02.2012
Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 87 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á morgun kl. 13.00.
16.02.2012
Ásgrímur Halldórsson landaði í gær um 1500 tonnum af loðnu hjá LVF.
16.02.2012
Hoffell er nú á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst í tveim köstum vestur af Ingólfshöfða í morgun.
14.02.2012
Í dag er verið að landa um 2000 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Christian í Grótinum. Klaksvíkurmenn keyptu þennan bát ekki alls fyrir löngu, en hann kom frá Álasundi í Noregi og hét þar King Cross.