Ljósafell

Ljósafell er nú að landa síðasta túr ársins. Aflinn er um 37 tonn og uppistaðan Þorskur. Skipið fer af stað á nýja árinu 2 janúar kl 00:01

Hoffell

Hoffell SU 80 er komið heim af kolmunnamiðum í Færeyjum. Aflinn er um 500 tonn eftir talsverðan brælutúr. Skipið er nú komið í jólastopp, en fer aftur til kolmunnaveiða eins fljótt og hægt er eftir áramót.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 55 tonn, nánast allt þorskur til vinnslu í frystihús. Skipið heldur aftur til veiða þegar veður skánar.

Hoffell II

Hoffell SU 802 er komið úr gulldeplultúr. Skipið hélt til leitar þann 7. desember og kom inn í nótt. Lítið var að sjá af gulldeplu, en veður var óhagstætt nánast allan tímann.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa 20 tonnum, mest þorski. Skipið heldur aftur til veiða þegar brælunni slotar.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa á Fáskrúðsfirði í fyrsta skipti í nokkurn tíma. Aflinn er um 76 tonn og uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur á veiðar á morgun, þriðjudaginn 9. des kl 16:00.