Hoffell með samtals 300 tonn af Makríl

Hoffell er á landleið og verður í kvöld með 300 tonn.  Mjög rólegt var á miðunum. Skipið fer strax út eftir löndun og eitthvað betra útlit er með veiði núna.
Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí

Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí

Gaman að segja frá því að samkvæmt aflafréttum þá endaði Hafrafell og Sandfell með mestan afla í júlí. Bátar yfir 21 bt í júlí. Listi númer 5. Lokalistinn, Frekar óvæntur endasprettur, því að Hafrafell SU var með 42,4 tonn í 3 og endaði aflahæstur Sandfell SU 41,4...

Ljósafell með rúmlega 100 tonn.

Ljósafell kom inn í gærkvöldi með rúm 100 tonn af blönduðum afla.  Aflinn er 50 tonn Ufsi, 18 tonn Karfi, 15 tonn Þorskur, 15 tonn Ýsa og annar afli. Ljósafell fer út á þriðjudagsmorgun.

Ljósafell með rúmlega 40 tonn

Ljósafell kom inn í dag með rúm 40 tonn í dag af Þorski eftir tveggja daga túr.  Ljósafell fór út strax eftir löndun.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í nótt með 45 tonn af fiski, 10 tonn Þorskur, 14 tonn Ýsa, 11 tonn ufsi, 8 tonn Karfi og annar afli. Ljósafell fer út kl. 14.00 á sunnudaginn
Hoffell er á landleið með 900 tonn.

Hoffell er á landleið með 900 tonn.

Hoffell er á landleið með 900 tonn og verður aðra nótt. Rólegt var í byrjun túrsins og síðan var veiðin góð. 800 tonn af aflanum fékkst síðustu tvo dagana. Hoffell fer út að lokinni löndun.