26.11.2015
Hoffell kom inn í morgun með um 340 tonn af síld. Brottför aftur á Sunnudaginn 29. nóvember kl 16:00
25.11.2015
Það er líflegt við Bræðsluna í dag. Flutningaskipið Haukur er að lesta rúm 1300 tonn af mjöli, og fyrir aftan það á næstu bryggju er Key Bay að lesta um 2500 tonn af lýsi á sama tíma.
23.11.2015
Loðnuvinnslan hefur selt Haukaberg SH-20 til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda. LVF keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði í sumar, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum. Oddi h/f tók á móti Haukabergi í Grundarfjarðarhöfn sl....
05.11.2015
Þurrkarinn fór í skip í gær og kemur skipið, Fri Star, væntanlega hingað á mánudaginn. Þurrkarinn er um 115 tonn. Tveir kranar koma frá Reykjavík til að hífa þurrkarann á vagn.
04.10.2015
Á föstudaginn fékk Loðnuvinnslan hf til sín Grove krana árgerð 2010. Hann er keyptur lítið notaður frá Ítalíu og er hann með 35 tonna lyftigetu. Hann leysir af hólmi eldri HP Centuriy krana með 22 tonna lyftigetu, en hann hefur þjónað LVF vel í gegnum árin við landair...
18.09.2015
Ljósafell hefur hafið veiðar eftir slippinn á Akureyri. Skipið brosti sínu blíðasta þegar það lagði af stað frá Dalvík áleiðis til veiða aðfaranótt miðvikudags.