Yfir jól og áramót var Hoffell Su 80 í vélarupptekt í Hafnarfirði. Þeirri viðhaldsvinnu var lokið á dögunum og fór þá Hoffellið beint til síldveiða á Faxaflóadýpi. Þessi fyrsti túr ársins hjá Hoffellinu gekk vel því eftir sólarhring á veiðum var aflinn kominn í 500...
Nú þegar lægðirnar koma hver á eftir annarri með tilheyrandi veðrum, vindum og úrkomu og sjórinn við strendur og firði er úfinn og grár, verður manni hugsað til sjómanna á hafi úti. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera sjómaður við Íslandsstrendur. Ljósafell...
Alda Alberta Guðjónsdóttir er fædd á Fáskrúðsfirði árið 1963. Nánar tiltekið í húsi sem bar nafnið Sólbakki og stóð við Búðaveg en allmörg ár eru síðan það var rifið. Alberta er næst elst fimm systkina og æskunni eyddi hún milli falls og fjöru hér í Fáskrúðsfirði. ...
Um leið og dyrnar lukust upp rétti greinarhöfundur fram höndina til þess að heilsa en í stað þess að taka í útrétta höndina sagði húsráðandi hæglega: “Komdu inn, það boðar ógæfu að heilsast yfir þröskuld”. Þá steig greinarhöfundur inn í forstofuna og uppskar traust og...
Skipstjórinn býður greinarhöfundi skjól fyrir snjóbylnum sem tekið hefur yfir í þorpinu okkar góða. Snjórinn breytir ásýndinni þannig að allt verður ókunnugt en Bergur Einarsson skipstjóri á Hoffelli SU 80 er greinarhöfundi vel kunnugur og tekur hlýlega á móti...
Á íslensku eru til mörg orð yfir snjó og snjókomu. Mikilvægt var hér á árum áður að geta lýst færðinni vel og skilmerkilega þegar fólk fór gangandi eða ríðandi á milli bæja eða landshluta. Þá skipti máli hvort það var lausamjöll eða hjarn, kafsnjór eða bleytuslag. ...