Fiskur er okkar fag

Loðnuvinnslan hf.

Fréttir

Hoffellin

Hoffellin

Hoffellin eru bæði búin að landa. Sá Gamli lagði af stað í gær kl 16:00 eftir að hafa landað um 1050 tonnum, og sá Græni í morgunn kl 08:00 eftir að hafa landað um 1260 tonnum. Aflinn fór allur í hrognatöku.

Finnur Fríði

Finnur Fríði

Færeyska fjölveiðiskipið Finnur Fríði FD 86 er okkur Fáskrúðsfirðingum að góðu kunnugt enda hefur það lagt upp afla hjá Loðnuvinnslunni til fjölda ára.  Skipstjóri á Finni Fríða er Andri Hansen, ungur maður með góða nærveru og þétt handtak. Það fékk undirrituð að...

Hornfirðingar landa

Hornfirðingar landa

Hornafjarðarskipin Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson lönduðu bæði loðnu á Fáskrúðsfirði um helgina. Jóna Eðvalds var með um 1000 tonn og Ásgrímur 1100 og fóru báðir farmarnir í hrognatöku.

Högaberg

Högaberg

Færeysku bátarnir Finnur Fríði og Högaberg hafa báðir komið með loðnu til hrognatöku. Finnur landaði um 1200 tonnum í nótt og Högabergið er komið undir með annað eins.

Nýr verkstjóri

Nýr verkstjóri

Í janúar s.l. var ráðinn til starfa hjá Loðnuvinnslunni nýr verkstjóri sem ber nafnið Hannes Auðunsson. Hann fluttist til Fáskrúðsfjarðar í byrjun árs ásamt konu sinni, Angeliku Ewu Filimonow og tveggja ára gömlum syni þeirra. Að auki á Hannes annan dreng sem er fimm...

Hoffell SU 80

Hoffell er væntanlegt í dag með rúm 1200 tonn af loðnu. Skipið landaði einnig 1200 tonnum til heilfrystingar og bræðslu þann 24. febrúar.

Sendu okkur línu

Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Hvar eru skipin?

Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.

Loðnuvinnslan hf

Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður

kt. 581201-2650