Fréttir
Útskipun á lýsi
Flutningaskipið Key West lestaði um 1200 tonn af lýsi á föstudaginn 5. janúar.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 100 tonn eftir 3 daga á veiðum. Uppistaða aflans er þorskur og ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudaginn 9. janúar kl 13:00.
Alberta löndunarstjóri
Alda Alberta Guðjónsdóttir er fædd á Fáskrúðsfirði árið 1963. Nánar tiltekið í húsi sem bar nafnið Sólbakki og stóð við Búðaveg en allmörg ár eru síðan það var rifið. Alberta er næst elst fimm systkina og æskunni eyddi hún milli falls og fjöru hér í Fáskrúðsfirði. ...
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 42 tonnum af þorsk og ýsu. Skipið fer aftur út að löndun lokinni kl 21:00 í kvöld.
Sandfell
2000 tonn, takk fyrir. Þegar Sandfell landaði tæpum 15 tonnum þann 30. desember s.l. fór báturinn yfir það að hafa veitt 2000 tonn af fiski á árinu 2017. Þetta skeður þrátt fyrir frátafir sökum slipps og sjómannaverkfalls. Ástæða er til að óska áhöfn til hamingju með...
Ljósafell
Ljósafell og Sandfell réru milli hátíðanna og er nú verið að landa um 60 tonnum úr Ljósafelli. Brottför í fyrsta túr ársins er í dag, 2. janúar kl 16:00. Vinnsla í frystihúsinu hófst í morgunn.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
 
			 
					

