Hoffell hefur verið í Hafnarfirði yfir jól og ármót í fyrirbyggjandi viðhaldi. Aðalvélin hefur verið tekin í gegn en einnig er verið að sinna ýmsu öðru viðhaldi og endurnýjun. Meðal annars er verið að setja nýja og öflugri kraftblökk á skipið. Búist er við að verkinu ljúki undir vikulokin.