2000 tonn, takk fyrir.
Þegar Sandfell landaði tæpum 15 tonnum þann 30. desember s.l. fór báturinn yfir það að hafa veitt 2000 tonn af fiski á árinu 2017. Þetta skeður þrátt fyrir frátafir sökum slipps og sjómannaverkfalls. Ástæða er til að óska áhöfn til hamingju með þennan árangur, en þann skugga ber þó á að lægra fiskverð hefur minnkað aflaverðmæti bátsins úr 500 milljónum 2016, niður í 400 milljónir 2017.