Fréttir
Sandfell
Sunnudaginn 8.júlí landaði Sandfellið 18 tonnum á Vopnafirði eftir aðeins tvær lagnir. Það sem af er júlímánuði hefur Sandfell landað 80 tonnum.
Ljósafell
Laugardagskvöldið 7.júlí kom Ljósafell að landi með 100 tonn af blönduðum afla eftir aðeins tvo daga á veiðum.
Ljósafell
Ljósafell landaði 100 tonnum mánudaginn 2.júlí og kom aftur að landi í dag, fimmtudag, með 60 tonn. Uppistaðan í báðum þessum túrum var ýsa.
Hoffell
Undanfarnar vikur hefur Hoffellið verið í slipp í Færeyjum. Þar er verið að sinna almennu viðhaldi á skipinu og það málað í sínum fallega græna lit. Gert er ráð fyrir að skipið fari niður úr slippnum í lok næstu viku.
Sandfell
Sumarið hefur verið fengsælt hjá Sandfelli. Þann 23.júní landaði Sandfellið 18 tonnum, þann 24.júní kom Sandfell einnig með 18 tonn að landi og 25.júní voru voru 10 tonnum landað úr Sandfellinu.
Góður gangur hjá Ljósafelli
Vel hefur gengið hjá Ljósafellinu undanfarið. Þann 18.júní kom það að landi með 18 tonn og þann 22.júní landaði Ljósafellið 54 tonnum. Í gær, þann 28.júní, landaði svo Ljósafellið 60 tonnum af blönduðum afla eftir aðeins 36 klukkustunda...
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650