Fréttir
Ljósafell
Ljósafell kom til löndunar á Ísafirði í morgunn með um 35 tonn. Þá eru búnar 65 stöðvar af 179 í Togararalli Hafró á grunnslóð þetta árið. Skipið heldur áfram með verkefnið að löndun lokinni.
Hoffell aflahæst á makríl
Hoffell er á landleið með tæp 700 tonn af makríl. Þegar þeim afla hefur verið landað hefur Hoffell komið með 10.000 tonn að landi og er þar með aflahæst íslenskra skipa á sömu veiðum. Bergur Einarsson skipstjóri kvaðst aðspurður vera þakklátur...
Ljósafell
Ljósafell landaði um 60 tonnum á föstudaginn, en skipti síðan um veiðarfæri og nú byrjað í árlegu Haustralli fyrir Hafrannsóknarstofnun. Teknar verða 179 togstöðvar á grunnslóð á næstu vikum hringinn í kringum landið.
Kaupfélagið gefur kastala
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga færði Fjölskyldugarðinum á Fáskrúðsfirði kastala að gjöf. Um er að ræða leiktæki fyrir börn frá eins árs aldri og uppúr. Í honum er hægt að klifra, ganga yfir hengibrú og renna sér, auk margra annarra hluta sem hugmyndaríkt fólk...
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 95 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Skipið fer aftur á veiðar í dag, þriðjudaginn 25. september klt 17:00.
Sandfell
Sandfell er nú byrjað á veiðum að afloknum slipp á Akureyri. Þeir voru ekki lengi að smella í hann, skipverjarnir, og var landað 15 tonnum á Siglufirði á Sunnudag. Báturinn sigldi síðan austur og er að hefja veiðar á Austfjarðamiðum í...
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650